Atnorth
Atnorth

Mannlíf

Tónleikar í Hvalsneskirkju á sunnudag
Miðvikudagur 23. júlí 2025 kl. 06:05

Tónleikar í Hvalsneskirkju á sunnudag

Tónleikar verða í Hvalsneskirkju sunnudaginn 27. júli kl 15.00. Rúnar Þórisson sem er kannski kunnastur fyrir á vera gítarleikari í hljómsveitinni Grafík fagnar tímamótum á þessu ári með útgáfu nýrrar plötu í haust og með tónleikahaldi, - nú einn með gítar, hljómborð, míkrafón og tölvu í Hvalsneskirkju þar sem leikin verða lög af ferlinum í nýjum búningi þar sem angurværð fyllir lagasmíðarnar og yfir þeim er ljúfsár tregi, segir í tilkynningu frá Rúnari.


Um þessar mundir er þess minnst að um 40 ár eru liðin frá því að hljómsveitin sló rækilega í gegn með smellum eins og 1000 sinnum segðu já og Húsið og ég (Mér finnst rigningin góð).
Þá eru rétt liðlega 50 ár síðan Rúnar kom fyrst vestur að spila með hljómsveitinni ÝR og að þeir Rúnar og Súgfirðingnurinn Rafn Jónsson trommuleikari gengu í tónlistarlegt fóstbræðralag sem var grunnurinn að Grafík.


Síðustu árin hefur Rúnar átt sólóferil bæði í rokk/poppgeiranum og sem klassískur gítarleikari. Á þessu ári eru 20 ár liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötunnar en sú sjöunda kemur út þessu síðar á þessu ári, - sama ári og Rúnar hefur sjálfur stigið inn á áttunda áratuginn.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Frítt er inn og tilvalið að taka rúnt og kíkja við í leiðinni á Kaffi Golu.