Nú gýs aðeins í einum gíg
Nú gýs aðeins í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni í Grindavík, þeim syðri af tveimur sem voru virkir. Virkni í nýrri gígnum datt niður í gærkvöld um tíuleytið.
Mjög há gildi á brennisteinstvíoxíði mældust á gosstöðvunum um tíma í gær. Norðvestlæg átt er í dag sem ber gasmengunina til suðausturs og gæti hennar orðið vart á Suðurlandi.
Fylgjast má með loftgæðum á vef Umhverfis- og orkustofunnar, loftgaedi.is og hægt er að skoða gasdreifingarspá (sem spáir eru fyrir um dreifingu gasmengunar, ekki gosmóðu) á vef Veðurstofunnar, https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ .