Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Varað við því að fara nálægt nýju hrauninu
Enn gýs úr einum gíg en Veðurstofan varar við því að fólk fari of nálægt. VF/Ísak Finnbogason
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 26. júlí 2025 kl. 12:18

Varað við því að fara nálægt nýju hrauninu

Þrátt fyrir að virknin í gosinu hafi minnkað undanfarna daga heldur hraunrennsli áfram til austurs frá gígnum. Veðurstofan varar við hættu að fara ekki of nálægt hrauninu.

„Hraunútbreiðsla mælist á stóru svæði og er hraunið að mestu að þykkna.Ofan á glóandi hrauninu hefur myndast þunn skel sem getur skyndilega brostið og valdið snöggri framrás hraunsins án fyrirvara. Því er brýnt að fara ekki of nærri hrauninu og mikilvægt að dvöl gesta í námunda við hraunið taki mið af þessari hættu.

Slík hætta er sérstaklega til staðar í syðri hluta hraunbreiðunnar, nærri Sandhól. 

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Aflögunarmælingar sýna óbreytt ástand síðustu daga og gefa til kynna að hvorki landris né sig eigi sér stað undir Svartsengi. Þetta gefur vísbendingar um að innflæði og útflæði kviku í kerfið séu nú í jafnvægi og að gosinu sé viðhaldið af kviku sem streymir upp úr dýpri lögum jarðskorpunnar,“ segir í pistli Veðurstofunnar.