Optical Burkni
Optical Burkni

Mannlíf

Félagsskapurinn og útiveran það skemmtilegasta við starfið
Atli Viktor Björnsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 1. ágúst 2022 kl. 11:00

Félagsskapurinn og útiveran það skemmtilegasta við starfið

Staða ungmenna á vinnumarkaði:

„Ég held það sé mikilvægast að bjóða upp á fjölbreytt og áhugaverð störf og sanngjörn laun,“ segir Atli Viktor Björnsson um stöðu ungmenna á vinnumarkaði. Atli er átján ára og kemur frá Garðinum. Hann vinnur sem flokkstjóri í vinnuskóla Suðurnesjabæjar.
Af hverju ákvaðstu að sækja um þessa vinnu?

Ég vildi bara vera eins mikið úti og ég gat þetta sumar.

Hvað ert þú að gera í vinnunni?

Ég er að leiðbeina krökkum að vinna við snyrta bæinn.

Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína?

Mér finnst félagsskapurinn og útiveran vera það skemmtilegasta við starfið.

Hvar sóttir þú um fyrir sumarið?

Ég sótti einungis um vinnu sem flokkstjóri í sumar.

Fannst þér erfitt/auðvelt að finna sumarvinnu?

Hingað til hefur það sem betur fer verið auðvelt fyrir mig, ég hef fengið þær vinnur sem ég hef sóst eftir.

Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna?

Ég held að staða ungs fólks á vinnumarkaðnum sé ágæt núna eftir Covid.

Fannst þér mikið í boði fyrir fólk á þínum aldri?

Já, held að það sé slatti – og mér finnst ungt fólk vera eftirsótt á vinnumarkaði.

Hvað mætti gera til þess að koma til móts við ungmenni á vinnumarkaði?

Ég held að það sé mikilvægast að bjóða upp á fjölbreytt og áhugaverð störf og sanngjörn laun.