Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Er sjaldan feiminn
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
sunnudaginn 13. nóvember 2022 kl. 07:30

Er sjaldan feiminn

FS-ingur vikunnar: Jón Eyjólfur Stefánsson

FS-ingur vikunnar
Nafn: Jón Eyjólfur Stefánsson
Aldur: 16 ára
Námsbraut: Raunvísindabraut
Áhugamál: Körfubolti

Jón Eyjólfur Stefánsson stefnir langt í körfuboltanum en hann æfir með liði Grindavíkur. Hans stærsti draumur er að verða atvinnumaður í íþróttinni og komast í góðan háskóla í Bandaríkjunum. Jón Eyjólfur er FS-ingur vikunnar. 

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Augljóslega allra kennaranna en desembermánuðurinn í grunnskóla var mjög þægilegur.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

Skólinn er nálægt og kærastan og allir vinirnir eru í FS.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Hver er helsti kosturinn við FS?

Ég myndi segja félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mér finnst það frekar gott, oftast eitthvað að frétta.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Ætli það sé ekki Arnór Tristan fyrir körfuboltahæfileikana.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Máni Arnarsson.

Hvað hræðist þú mest?

Ég er ógeðslega hræddur við köngulær, rottur og snáka.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?

Heitt þessa stundina er B&L brandið og svartir sokkar eru ískaldir.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Tárin falla hægt með Bubba Morthens.

Hver er þinn helsti kostur?

Ég myndi segja hvað ég á auðvelt með að eiga samskipti við fólk, er sjaldan feiminn.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?

Ég er of mikið inn á Tiktok og Snapchat

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Planið fyrir framtíðina er halda áfram í körfuboltanum en annars að klára framhaldsskólann og síðan stefni ég á háskóla.

Hver er þinn stærsti draumur?

Minn stærsti draumur er klárlega að verða atvinnumaður í körfubolta og komast í góðan háskóla í Bandaríkjunum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?

Ef ég ætti að lýsa mér í einu orði þá myndi ég segja „óþolinmóður“.