Bygg
Bygg

Mannlíf

Eigendur garða og fasteigna verðlaunaðir í Reykjanesbæ
Mánudagur 12. september 2022 kl. 13:05

Eigendur garða og fasteigna verðlaunaðir í Reykjanesbæ

Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar 2022 voru afhentar við upphaf Ljósanætur á Bókasafni Reykjanesbæjar. Veittar voru viðurkenningar fyrir fallega einkagarða, endurbyggingu á eldra gúsi, vel heppnað viðhald á eldra húsi, umhverfislistaverk og fyrir fyrirmyndar  samfélagsverkefni.


Hafdís Garðarsdóttir og Einar Jónsson að Borgarvegi 26 í Njarðvík fengu viðurkenningu fyrir fallegan einkagarð. Þau fengu einnig verðlaun fyrir 41 ári síðan fyrir fegursta garð Njarðvíkur.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Árdís Lára Gísladóttir og Sveinn Helgason að Svölutjörn 12 í Innri-Njarðvík fengu viðurkenningu fyrir fallegan einkagarð.

Reykjanes Investment ehf að Miðtún 2 í Keflavík fékk viðurkenningu fyrir fallega endurbyggingu á eldra húsi.

Kristín Anna Sæmundsdóttir að Klapparstíg 9 í Keflavík fékk viðurkenningu fyrir vel heppnað viðhald á eldra húsi, Loftstöðum.

Art Land fékk viðurkenningu fyrir skemmtileg umhverfislistaverk í bænum.

Þorleifur Gunnlaugsson/Verktakar fékk viðurkenningu fyrir fyrirmyndar samfélagsverkefni, Römpum upp Reykjanesbæ.