Bílaútsalan - Gylfi
Bílaútsalan - Gylfi

Mannlíf

Besta „sixtís“ hljómsveitin á bryggjuballi Ljósanætur
Stórpopparar eins og Magnús Kjartansson og Gunnar Þórðarson eru í Gullkistunni.
Fimmtudagur 5. september 2019 kl. 09:38

Besta „sixtís“ hljómsveitin á bryggjuballi Ljósanætur

Hljómsveitin Gullkistan leikur í fyrsta skipti í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Hún hefur verið kölluð „besta sixtís hljómsveit á Íslandi- ever“. Liðsmenn Gullkistunnar eru landsþekktir og hófu allir feril sinn í tónlist á sjöunda áratugnum. Heimamenn þekkja að sjálfsögðu vel til Gunnars Þórðarsonar og Magnúsar Kjartanssonar en auk þeirra skipa sveitina trommarinn Ásgeir Óskarsson úr Stuðmönnum, Jón Ólafsson bassaleikari og Óttar Felix Hauksson gítarleikari úr Pops. Það er sannarlega tilhlökkunarefni að sjá þessa snillinga saman á sviði. Gullkistan kemur fram á Bryggjuballi Ljósanætur föstudagskvöldið 6. september kl. 19:30 segir í tilkynningu frá Gullkistunni.

 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs