Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Auðar konur bjóða upp bleikan skáp
Sunnudagur 27. október 2019 kl. 10:31

Auðar konur bjóða upp bleikan skáp

Góðgerðarfélagið #TeamAuður á Suðurnesjum stendur fyrir uppboði á bleikum skáp til styrktar Bleiku slaufunni en félagið hefur látið rækilega til sín taka á þessu ári og safnað fjármunum til að styðja við einstaklinga, félög og stofnanir. Félagið var stofnað 2013 en að því stendur myndarlegur hópur kvenna á Suðurnesjum sem lætur sig málefni krabbameinssjúkra varða.

Í hópnum eru hæfileikaríkar konur sem hafa endurgert og málað gamlan skáp og bjóða hann upp á versíðunni Svo margt fallegt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í lýsingu á síðunni segir: Þessi glæsilega bleika drottning er 132 cm á hæð, 145 cm á breidd og 45 á dýpt. Neðri hlutinn er með tvær stórar skúffur, sem eru eikarlitaðar, pússaðar upp og vaxbornar. Efri hlutinn er í tveimur hlutum með hillum.

Nánar um skápinn hér.