Afmælistónar í Keflavíkurkirkju
Keflavíkurkirkja bauð upp á tónleika með kór kirkjunnar síðasta sunnudag í tilefni af 110 ára afmæli hennar. Kirkjugestir fjölmenntu og skemmtilega tónleika kórsins undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og fiðluleikari rifjaði í stuttu máli upp sögu kirkjunnar og frá endurbyggingu og breytingum á henni.
Streymt var frá tónleikunum á Facebook síðu kirkjunnar sem sjá má hér.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				