Blik í auga
Blik í auga

Mannlíf

Ævar bangsi í alla sjúkrabíla BS
Mánudagur 15. júní 2020 kl. 07:05

Ævar bangsi í alla sjúkrabíla BS

Kiwanisklúbburinn Keilir afhenti á föstudag nýjar birgðir af Ævari bangsa til Brunavarna Suðurnesja. Þessi styrkur er fastur liður í starfi Kiwanisklúbbsins og Ævar bangsi hefur reynst dýrmætur aðstoðarmaður sjúkraflutningarmanna við að hugga lítil hjörtu.

Þarna er Ævar bangsi aldeilis í flottum félagsskap. Á myndinni má sjá Einar Má Jóhannesson og Ingólf Ingibergsson frá Kiwanisklúbbnum Keili að afhenda bangsana, þeir Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri, Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri, Herbert Eyjólfsson varðsstóri og Guðmundur Jónsson slökkviliðs- og sjúkraflutningarmaður að taka við þeim.