Íþróttir

Yfirburðasigrar Suðurnesjaliðanna
Jana Falsdóttir var drjúg í gær þegar hún leiddi Njarðvíkinga til sigurs á Blikum. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 4. desember 2023 kl. 09:03

Yfirburðasigrar Suðurnesjaliðanna

Keflavík, Njarðvík og Grindavík unnu örugga sigra á andstæðingum sínum í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gær og skipa þrjú efstu sæti deildarinnar.
Keflvíkingar virðast vera óstöðvandi og haf komið sér í þægilega stöðu á toppi deildarinnar.

Stjarnan - Keflavík 61:89

Keflvíkingar höfðu forystu frá upphafi til enda og Stjörnukonur voru aldrei líklegar til að gera leikinn spennandi.

Danielle Wallen, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir voru atkvæðamesta í liði Keflavíkur, Wallen með átján stig en þær Anna Ingunn og Birna Valgerður með sextán stig hvor.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Keflavík hefur unnið alla leiki sína nema einn og situr í efsta sæti Subway-deildar kvenna.

Emilie Hesseldal heldur áfram að raða niður körfum, hún tók einnig tólf fráköst í leiknum og átti tíu stoðsendingar auk þess að stela boltanum tvívegis.

Breiðablik - Njarðvík 63:92

Svipaða sögu var að segja í leik Njarðvíkur og Breiðabliks. Njarðvíkingar keyrðu yfir Blika í byrjun leiks og gáfu þeim engin færi á endurkomu.

Jana Falsdóttir leiddi öruggan sigur Njarðvíku með 21 stig og næst komu Emilie Hesseldal með fimmtán og Eva Viso með tólf.

Njarðvík er með jafnmarga sigra og Grindavík í öðru til þriðja sæti.

Hulda Björk var á skotskónum í gær og skilaði nítján stigum fyrir Grindavík.

Grindavík - Snæfell 96:66

Líkt og í leikjum hinna Suðurnesjaliðanna réðu Grindvíkingar lögum og lofum á vellinum þegar þær mættu Snæfelli í gær. Snæfell sá aldrei til sólar og Grindavík sigldi öruggum sigri í höfn.

Eva Brasilis var stigahæst með 21 stig en Hulda Björk Ólafsdóttir átti enn einn góða leikinn og gerði nítján stig. Þá skilaði Danielle Rodriguez ellefu stigum og Alexandra Sverrisdóttir tíu.

Eins og Njarðvík er Grindavík með átta sigra og þrjú töp eftir ellefu umferðir.