Flugstefna Íslands
Flugstefna Íslands

Íþróttir

Viltu vinna búning Arnórs Ingva?
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 22. ágúst 2019 kl. 07:13

Viltu vinna búning Arnórs Ingva?

Nú stendur yfir happdrætti á góðgerðar vefsíðunni https://charityshirts.is/ og í vinning er félagsbúningur Arnórs Ingva Traustasonar, atvinnumanns hjá Malmö í Svíþjóð.

Allir sem greiða 1.000 kr. inn á síðuna https://charityshirts.is/ fara í pott sem dregið er úr og fær þá viðkomandi undirritaða treyju Arnórs sem hann var í á móti enska stórliðinu Chelsea í Meistaradeild Evrópu fyrr á þessu ári. Þessi vefsíða hefur fengi fjölda íslenskra íþróttamanna og konur til að vera með og alls hafa safnast nærri 1.8 milljónir króna.

„Mér finnst þetta flott framtak hjá eiganda charityshirts.is og ég vona bara að Suðurnesjamenn taki þátt og hjálpi til í þessu skemmtilega verkefni,“ sagði Arnór Ingvi í spjalli við Víkurfréttir í vikunni en allur ágóði af treyju-uppboði Arnórs fer til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (The Benefit Society for Children with Disabilities). Eitt nafn verður dregið út mánudaginn 26. ágúst.

Arnór er þekktasti atvinnuíþróttamaður Suðurnesjamanna um þessar mundir og leikur með úrvalsdeildarliði Malmö í Svíþjóð. Liðið er í efsta sæti deildarinnar sem stendur og Arnór Ingvi var að koma sterkur inn eftir mánaðarfjarveru vegna meiðsla.

Arnór hefur leikið 29 landsleiki og skorað í þeim fimm mörk, það eftirminnilegasta án efa sigurmarkið gegn Austurríki í Evrópukeppni landsliða í Frakklandi árið 2016. Arnór hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin þrjú ár og lék með því m.a. á HM í Rússlandi í fyrra.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs