Íþróttir

Víðismenn með góðan sigur á Létti
Elís Már kemur Víði yfir í leiknum. Myndir af Facebook-síðu Víðis
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 24. apríl 2021 kl. 12:36

Víðismenn með góðan sigur á Létti

Hasar í uppbótartíma

Víðir mætti Létti í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í gær og unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Leikurinn var jafn en á 40. mínútu komst Víðismaðurinn Elís Már Gunnarsson einn inn fyrir vörn Léttis og kom Víði í forystu. 1:0 í hálfleik.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Seinni hálfleikur var jafn eins og sá fyrri en í uppbótartíma náðu Léttismenn að jafna leikinn (90'+2).

Víðismenn létu það ekki slá sig út af laginu og Jóhann Þór Arnarsson innsiglaði sigur þeirra á fimmtu mínútu uppbótartíma

Jóhann Þór innsiglaði sigur Víðis í uppbótartíma.

Víðismenn léku með sorgarbönd í gær til að heiðra minningu fallins félaga, Guðjóns Elís Bragasonar sem lék með Reyni/Víði á yngri árum og átti góða vini i leikmannahópi Viðismanna.