Íþróttir

Upp úr sauð í Grindavík
Svona á ekki að sjást í fótbolta. VF-mynd: POP
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 4. júní 2021 kl. 12:35

Upp úr sauð í Grindavík

Liðsstjóri Selfyssinga slapp með gult spjald eftir að hafa gefið þjálfara Grindvíkinga olnbogaskot

Upp úr sauð á lokamínútum leiks Grindavíkur og Selfoss þegar liðsstjóri Selfyssingi fór úr boðvangi þeirra, inn í boðvang Grindvíkinga og slær boltann úr höndum boltastráks sem honum þótti ekki vera nógu röskur við að koma boltanum í leik og sagði hann vera að tefja. Við þennan yfirgang Selfyssingsins kom til orðaskipta milli liðsstjórans og bekks Grindvíkinga sem urðu til þess að liðsstjórinn gaf Sigurbirni Hreiðarssyni, þjálfara Grindvíkinga, bylmingsolnbogaskot. Við það reiddist einn úr starfsliði Grindvíkinga og fékk hann að líta rauða spjaldið eftir þessi viðskipti þótt upphafsaðilinn slyppi einungis með gult spjald.

Páll Orri Pálsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á Grindavíkurvelli og náði eftirfarandi myndasyrpu af uppákomunni sem segir meira en mörg orð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Liðsstjórinn tekur á rás inn í boðvang Grindvíkinga.
Mögulega gæti Sigurbjörn verið að segja boltastráknum að vera ekkert að flýta sér.
... slær boltann úr höndum boltastráksins.
Sigurbjörn lætur vita að hann sé ekki sáttur við svona framkomu ...
... því er svarað með olnbogaskoti.
Dómarinn grípur til spjalda.

Fleiri myndir úr leik Grindavíkur og Selfoss má sjá í eftirfarandi myndasafni sem Páll Orri Pálsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók á leiknum.

Grindavík - Selfoss (1:0) | Lengjudeild karla 3. júní 2021