bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Tvö Suðurnesjalið áfram í Geysis-bikarnum í körfubolta
Kristinn Pálsson og félagar hans í Njarðvík unnu örugglega
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kl. 13:37

Tvö Suðurnesjalið áfram í Geysis-bikarnum í körfubolta

Nágrannaslagur hjá b-liðum kvenna

Njarðvík og Grindavík sigruðu bæði í leikjum sínum í 32-liða úrslitum Geysisbikarkeppninnar í körfubolta karla í gær.

Njarðvíkingar heimsóttu Hött og unnu 68-81.

Höttur-Njarðvík 68-81 (14-17, 15-22, 17-22, 22-20)

Njarðvík: Kyle Steven Williams 17/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 12, Mario Matasovic 11/6 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 11/7 fráköst/7 stoðsendingar, Wayne Ernest Martin Jr. 10/6 fráköst, Kristinn Pálsson 9/5 fráköst, Logi  Gunnarsson 9, Ólafur Helgi Jónsson 2/5 stoðsendingar, Arnór Sveinsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0.

Grindavík léku gegn Hamri og vann öruggan 77-96 sigur en Hamarsmenn stóðu þó í Suðurnesjamönnum í tveimur fjórðungum.

Grindavík: Jamal K Olasawere 19/12 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 18/5 stoðsendingar, Valdas Vasylius 16/7 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 11, Dagur Kár Jónsson 9, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/6 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 6/4 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 5, Sverrir Týr Sigurðsson 2, Bragi Guðmundsson 2, Ingvi Þór Guðmundsson 2/5 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 0.

Keflavíkurstúlkur unnu Grindvík þegar b-lið félaganna mættust í 1. Deild Íslandsmótsins í körfubolta gær.

Lokatölur urðu 58-74. Keflavík leiddi með tuttugu stigum í hálfleik 24-44. Grindavíkurstúlkur náðu aðeins að klóra í bakkann í síðari hálfleik.

Tindastóll vermir efsta sætið en Keflavík er tveimur stigum á eftir í 2. sæti en á leik til góða. Njarðvík og ÍR eru í 3. sæti.

Grindavík-b-Keflavík b 58-74 (11-15, 13-29, 19-16, 15-14)

Grindavík-b: Petrúnella Skúladóttir 13/7 fráköst, Rósa Ragnarsdóttir 9/5 fráköst, Vikoría Rós Horne 9/4 fráköst, Una Rós Unnarsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 4, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2/6 fráköst, Elsa Katrín Eiríksdóttir 2, Katrín Ösp Eyberg 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Sandra Dögg Guðlaugsdóttir 0.

Keflavík b: Anna Ingunn Svansdóttir 18/7 fráköst, Eva María Davíðsdóttir 17/5 stoðsendingar, Hjördís Lilja Traustadóttir 12/6 fráköst, Agnes María Svansdóttir 10/8 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 7/8 fráköst, Eygló Nanna Antonsdóttir 5, Elsa Albertsdóttir 2/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 2, Sara Lind Kristjánsdóttir 1, Agnes Perla Sigurðardóttir 0, Lovísa Íris Stefánsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0/7 fráköst/6 stoðsendingar.