Flugger
Flugger

Íþróttir

Þróttur tapaði og Reynismenn gerðu jafntefli í botnslag annarrar deildar
Úr leik Reynis og Þróttar fyrr í mánuðinum. Myndir/Helgi Þór Gunnarsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 24. júní 2024 kl. 10:10

Þróttur tapaði og Reynismenn gerðu jafntefli í botnslag annarrar deildar

Þróttur Vogum tók á móti Kormáki/Hvöt í annarri deild karla í knattspyrnu í gær og Reynismenn fengu botnlið KF í heimsókn.

Eftir markalausan fyrri hálfleik fengu Þróttarar mark á sig á lokamínutu leiksins. Reynismenn komust snemma yfir í sínum leik með marki Sindra Guðmundssonar sem gekk til liðsins frá Keflavík fyrir þetta tímabil. Gestirnir jöfnuðu hins vegar leikinn skömmu fyrir leikslok og bæði lið sitja í fallsæti deildarinnar en Þróttur er í sjöunda sæti eftir átta umferðir (Haukar geta komist upp fyrir Þrótt með sigri á toppliði Selfoss þegar umferðinni lýkur í kvöld).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þróttur - Kormákur/Hvöt 0:1

Mark Kormáks/Hvatar: Artur Jan Balicki (89').


Reynir - KF 1:1

Sindri Þór skoraði mark Reynis í gær.

Mark Reynis: Sindri Þór Guðmundsson (7').

Mark KF: Fransisco Eduardo Cruz Lemaur (85').

Sindri Þór fagnar eftir að hafa skorað fyrir Keflavík gegn KA á síðasta tímabili. Mynd úr safni VF/JPK