Íþróttir

Þróttarar duttu niður í þriðja sæti
Þróttur þarf nú að treysta á að Selfoss misstígi sig í lokaumferðunum. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 4. október 2020 kl. 11:06

Þróttarar duttu niður í þriðja sæti

Þróttur, sem er í harðri baráttu um sæti í Lengjudreildinni, lék á Ólafsfirði í gær gegn KF. Þróttarar náðu forystu í leiknum en KF jafnaði og þannig endaði leikurinn, 1:1.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Alexander Helgason Þrótti yfir á 60. mínútu. Útlitið sannarlega bjart því Þróttarar eiga góða möguleika á sæti í Lengjudeildinni enda sátu þeir í öðru sæti fyrir leiki umferðarinnar.

Þróttur hélt forystunni ekki lengi því aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði KF leikinn og þar við sat. Úrslitin 1:1 og dýrmæt stig í súginn.

Fyrir vikið komst Selfoss tveimur stigum upp fyrir Þrótt þegar tvær umferðir eru eftir. Þróttur á eftir að leika við ÍR og Víði í síðustu umferðunum á meðan Selfoss mætir Víði og Dalvík/Reyni.