Nýsprautun flutt
Nýsprautun flutt

Íþróttir

Sópuðu að sér verðlaunum og valin í landsliðið
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. febrúar 2023 kl. 14:33

Sópuðu að sér verðlaunum og valin í landsliðið

Team DansKompaní í Reykjanesbæ sópaði að sér verðlaunum á forkeppni Dance World Cup í Borgarleikhúsinu á mánudagskvöld. Allir dansarar og öll atriði frá DansKompaní komust í íslenska landsliðið.

Alls komu nítján verðlaun í hús en dansararnir úr Danskompaníi hafa verið mjög sigursælir.

Verðlaunaafhending var talsvert öðruvísi í ár en áður en þeir flokkar sem voru með þrjá eða færri í atriðum kepptu saman í flokki sem kallast „all styles“. Verðlaunin sem DansKompaní fékk voru: 

Besti all styles Senior soloist:

- Gravity 

 - Rhythm Nation 

Besti all styles Children soloist:

- Girl Scout

Besti all styles Mini soloist:

- If my mirror could talk

Besta all styles Mini duet and trio:

- Kóngur klár

Besta all style Junior and Senior duet and trio

- Say my name

Besta all styles Mini&Children small group 

- Er ég er skræfa

Best all styles Junior&Senior small group

- You’re in the Band

- Penny

Best all styles Mini&Children large group

- Gefðu skít í það

Best all styles Junior&Senior large group

- Removed

- Dance of the dead 

- Donatella

Mr. Props verðlaun eru verðlaun sem sviðsstjóri keppninnar, kallaður Mr.Props, veitir þeim sem hafa verið jákvæðir og hjálpsamir baksviðs og hlaut Hrafnhildur Una Magnúsdóttir þau verðlaun.

Dómaraverðlaun:

- Elma Rún Kristinsdóttir fyrir atriði Gravity í aldursflokki Senior

- Andrea Ísold Jóhannsdóttir fyrir atriðið Girl Scout í aldursflokki Children

- Halla Björk Guðjónsdóttir fyrir atriðið If my mirror could talk í aldursflokki Mini

- Halla Björk Guðjónsdóttir, Hugrún Helgadóttir og Heiðdís Tómasdóttir fyrir atriðið Kóngur klár í flokki Mini

Valur Axel Axelsson hlaut svo verðlaunin Dancer of the day fyrir atriðið Captain Jack Sparrow.