Sigur hjá Njarðvík en tap hjá Keflavík
20. umferð Lengjudeildar karla hófst í gær og voru liðin frá Reykjanesbæ að keppa en hlutskipti þeirra voru ólík, Njarðvík vann Leikni 3-1 en Keflavíka tapaði á útivelli gegn ÍR í sannkölluðum sex stiga leik, 4-2.
Njarðvík - Leiknir 3-1
Omar Diock kom Njarðvík í 2-0 með mörkum sitthvoru megin við hálfleikinn. Valdimar Jóhannsson jók forskotið í 3-0 á 80. mínútu en Leiknir náði að rétta hlut sinn í lokin. Þróttur vann sinn leik og fór upp í toppsætið, Njarðvík stigi á eftir en Þór Akureyri getur komið sér aftur á toppinn með sigri í dag á útivelli á móti Selfyssingum.
ÍR - Keflavík 4-2
Slæmt tap Keflvíkinga í þessum mikilvæga sex stiga leik en sem betur fer fyrir Keflvíkinga, töpuðu HK-menn gegn Fylki og því munar áfram þremur stigum á þessum liðum, HK í 5. sæti en Keflavík í sjötta.
ÍR komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Stefán Ljubicic minnkaði muninn en Keflvíkingar skoruðu svo sjálfsmark og staðan 3-1 hálfleik. Eiður Orri Ragnarsson minnkaði muninn á 58. mínútu en ÍR bætti fjórða markinu við og það urðu lokatölur.
Keflavík á áfram möguleika á fjórða sætinu, eru þremur stigum á eftir HK svo búast má við hörku leik á milli nágrannaliðanna á Ljósanóttinni, n.t. á laugardeginum.