Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Aðsent

Uppbygging grunnskóla Reykjanesbæjar
Föstudagur 29. ágúst 2025 kl. 17:37

Uppbygging grunnskóla Reykjanesbæjar

Sú erfiða staða kom upp í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum, að ekki einn heldur tveir grunnskólar þurftu nær algjöra endurreisn vegna rakaskemmda. Þessi tvö verkefni kosta milljarða og verða í nokkur ár í vinnslu vegna umfangs þeirra. 

En í öllum aðstæðum má sjá tækifæri. Tekin var ákvörðun um að samhliða viðgerðum yrðu báðir skólar stækkaðir og munu geta tekið við allt að 150 börnum aukalega. Einnig var farið í að endurskipuleggja rými og bæta aðgengismál. 

En allt tekur þetta tíma. 

Það verður seint þakkað að fullu hversu vel starfsfólkið, börnin okkar og ungmenni hafa brugðist við þessum aðstæðum sem enginn bað um. Skólunum hefur verið tvístrað í aðrar byggingar en einnig hefur Reykjanesbær fjárfest í færanlegum einingum sem nemendur í báðum skólum notast við. Sumir kjósa að kalla þessar einingar gáma en þetta eru færanlegar húsaeiningar sem eru bjartar, opnar og uppfylla allar kröfur um skólarými. 

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Að því sögðu þá er alveg skýrt að þessi staða er ekki óskastaða fyrir neinn. Það er enginn, hvorki bæjarstjórn né nokkur annar, að kjósa þessar aðstæður, þvert á móti. Við erum nú sem endranær að vinna í endur uppbyggingu þessa skóla. Fyrr í sumar var einmitt tekin sú stefna af sveitarfélaginu að skólarnir væru forgangsverkefni umfram önnur verkefni og eftir því hefur verið unnið. 

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur auk þess tekið ákvörðun að sækjast eftir aukinni fjármögnun til að halda þétt áfram fjárfestingu í skólunum til að draga ekki þann tíma þar til skólinn getur sameinast undir einu þaki. Meirihluti og minnihluti voru sammála um mikilvægi verkefnisins en meirihlutinn ákvað hærri fjárhæð til fjármögnunar til að standa traustum fótum í verkefninu fram á við. 

Það er ábyrgt og skynsamlegt og það er skýr forgangsröðun þessa meirihluta. 

Fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar,

Guðný Birna, formaður bæjarráðs.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25