Búast við að opna síðar í dag
Búist er við því að hægt verði að opna á umferð um Njarðarbraut í Reykjanesbæ síðar í dag en unnið hefur verið að lokafrágangi við gerð hringtorgs á gatnamótum Njarðarbrautar og Fitjabakka síðustu daga. Á þessum tíma verður lokið við malbikun, steypu kantsteina, hellulagnir og þökulögn.
Malbikun við hringtorg á gatnamótum Njarðarbrautar og Fitjabakka heldur áfram föstudaginn 29. ágúst. Að lokinni malbikun verður Njarðarbraut opnuð á ný fyrir umferð.
Á meðan á framkvæmdum stendur er áfram lokað fyrir umferð á hluta Njarðarbrautar. Hjáleiðir verða um Grænásbraut og Reykjanesbraut og eru ökumenn beðnir um að aka ekki í gegnum Ásahverfið. Þetta hefur valdið miklum töfum í umferðinni og á tímum talsverðum umferðarteppum á álagstímum.