Samráð við Rauða krossinn um styrki til samfélagsuppbyggingar í Grindavík
Bæjarráð Grindavíkur fór nýlega yfir samskipti við Rauða kross Íslands um úthlutun styrkja sem ætlaðir eru til að styðja við uppbyggingu samfélagsins í Grindavík og efla viðnámsþrótt íbúa.
Á fundi bæjarráðs sátu fulltrúar Rauða krossins, þau Aðalheiður Jónsdóttir, Jón Brynjar Birgisson, Gísli Rafn Ólafsson og Elfa Dögg Leifsdóttir, auk sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar.
Á fundinum var farið yfir hvernig styrkir hafa verið nýttir og rætt um áframhaldandi samstarf. Stefnt er að því að í september verði haldinn stöðufundur þar sem lögð verður fram ítarleg samantekt á ráðstöfun styrkjanna.