Fréttir

Ráðin mannauðsstjóri hjá Suðurnesjabæ
Föstudagur 29. ágúst 2025 kl. 10:35

Ráðin mannauðsstjóri hjá Suðurnesjabæ

Sandra Kristín Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra hjá Suðurnesjabæ.

Sandra Kristín er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst ásamt M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Sandra Kristín hefur starfað sem mannauðsráðgjafi og teymisstjóri mannauðsmála hjá Hafnarfjarðarbæ. Einnig starfaði hún áður sem mannauðsstjóri og aðstoðar mannauðsstjóri hjá IKEA á Íslandi.

Sandra Kristín hefur komið að skipulagi þróunar- og stefnumótunarvinnu mannauðsmála, borið ábyrgð á ráðningarferli og nýliðaþjálfun, verið verkefnastjóri jafnlaunavottunar, haft umsjón og eftirlit á samræmdri framkvæmd starfsmannastefnu ásamt því að hafa góða þekkingu á kjarasamningum og opinberri stjórnsýslu.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25