Elvar Már: Endurheimt er það mikilvægasta á milli leikja
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti góðan leik með íslenska landsliðinu í opnunarleiknum gegn Ísrael en það dugði ekki til, Ísland tapaði og er að undirbúa sig fyrir næsta leik sem er kl. 12 á morgun að íslenskum tíma, gegn Belgíu.
Davíð Eldur Baldursson frá karfan.is kíkti á hótel íslenska landsliðsins og spjallaði við Elvar Má.