Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Stórsigur Keflvíkinga en tap hjá Njarðvík í Lengjudeild karla
Kári Sigfússon skorar annað mark Keflavíkur í 7-2 sigrinum á Völsungi. VF/Hilmar Bragi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 23. ágúst 2025 kl. 18:51

Stórsigur Keflvíkinga en tap hjá Njarðvík í Lengjudeild karla

Keflavík vann stórsigur á liði Völsungs á heimavelli, 7-2 en Njarðvík fór fýluferð norður á Akureyri og tapaði gegn Þór, 3-1. Njarðvík féll af toppnum en er í öðru sæti, Keflavík er áfram í baráttunni um að komast í umspil liða 2-5.
Keflavík - Völsungur 7-2

Það er skammt stórra högga á milli hjá Keflvíkingum, stórt tap gegn neðsta liðinu í seinasta leik, stórsigur í dag. Muhamed Alghoul 2, Kári Sigfússon, Ásgeir Páll Magnússon, Stefán Jón Friðriksson, Stefán Ljubicic og Marin Mudrazjija skoruðu mörk Keflvíkinga. Þeir leiddu 3-1 í hálfleik og aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda.

Þór Akureyri - Njarðvík 3-1

Tvö töp Njarðvíkinga í röð og þeir verða að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla sér að komast beint upp með sigri í deildinni. Þeir lentu 3-0 undir en minnkuðu muninn á 6. mínútu í uppbótartíma með marki Tómasar Bjarka Jónssonar. Þróttur er kominn í efsta sætið, eru með 38 stig á móti 37 stigum Njarðvíkinga.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Markvörður Völsungs þurfti að sækja knöttinn sjö sinnum í eigið mark í Keflavík síðdegis.