Stórsigur GrindNjarðvíkurkvenna en jafntefli hjá Keflavík
16. umferð Lengjudeildar kvenna fór fram á fimmtudagskvöld og voru bæði Suðurnesjaliðin að etja kappi, hið sameiginlega lið Grindavíkur/Njarðvíkur vann sinn stærsta sigur til þessa, unnu Aftureldingu 8-0 en Keflavík gerði jafntefli á útivelli á móti Fylki, 1-1.
Grindavík/Njarðvík - Afturelding 8-0
Tinna Hrönn Einarsdóttir skoraði þrennu, Danai Kaldaridou setti tvö og þær Ása Björg Einarsdóttir, Brookelynn Page Entz og Sophia Faith Romine skoruðu eitt mark. Staðan var 5-0 í hálfleik og eftirleikurinn því auðveldur hjá hinu sameinaða liði sem hefur farið fram úr öllum væntingum sem gerðar voru fyrir mótið. Þær eru í 3. sæti, tveimur stigum á eftir HK og einu stigi á undan Gróttu en tvö lið fara upp í Bestu deildina.
Fylkir - Keflavík 1-1
Dapurt gengi Keflavíkurkvenna heldur áfram og einungis náðist jafntefli á móti næstneðsta liði deildarinnar. Melissa Alison Garcia kom Keflavík yfir í upphafi leiks en Fylkir náði að jafna. Keflavík sem ætlaði sér beint upp í Bestu deildina, í 8. sæti deildarinnar með 16 stig.