Íþróttir

Grindavík steinlá og hörð fall barátta framundan
Það var nánast hægt að telja þá Grindvíkinga á fingrum annarar handar, sem mættu að styðja sína menn á Stakkavíkurvellinum í dag.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 23. ágúst 2025 kl. 16:16

Grindavík steinlá og hörð fall barátta framundan

Njarðvík hóf leik kl. 16, eru lendir undir, 1-0 á móti Þór Akueyri. Keflavík mætir Völsiungi kl. 17.

Grindavík tók á móti Fylki í sannkölluðum sex stiga leik á Stakkavíkurvellinum í dag. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins, var ekki hægt að sjá það, hvorki hjá liðinu né stuðningsmönnum en ef 100 manns mættu í stúkuna þá voru 90-95 þeirra appelsínugulir Fylkismenn. Lokatölur 0-4.

Grindavík lék með vindi í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta sér það og Fylkismenn voru betri aðilinn til að byrja með, án þess að skapa sér mörg færi, þar til á 37. mínútu þegar þeir opnuðu markareikninginn. Einni mínútu síðar var staðan orðin 0-2 og eftir aðrar fjórar var staðan orðin 0-3 og þannis stóðu leikar í hálfleik og eina spurningin hversu stór sigur Fylkismanna yrði.

Þessi leikur hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir þjálfarateymi og aðstandendur liðsins. Andleysið var algert, þrátt fyrir mikilvægi leiksins. Mikið hefur gengið á hjá liðinu að undanförnu, formaðurinn hætti og þeir leikmenn sem voru fengnir í glugganum hafa ekki náð að styrkja liðið. 

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Sem betur fer fyrir Grindvíkinga töpuðu liðin fyrir neðan þá sínum leikjum, Fylkismenn sem voru neðstir, lyftu sér upp úr fallsætunum og eru einu stigi á eftir Grindavík. Þrír leikir eru eftir og ljóst að hörð fallbarátta er framundan hjá Grindvíkingum.