Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Flotinn hitti ungmenni á þeirra eigin vettvangi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 30. ágúst 2025 kl. 06:25

Flotinn hitti ungmenni á þeirra eigin vettvangi

Í sumar sameinuðust Suðurnesjabær og Reykjanesbær í forvarnarverkefninu Flotanum – flakkandi félagsmiðstöð, sem ferðaðist milli staða í bæjunum til að hitta ungmenni þar sem þau dvelja. Verkefnið, sem var unnið í samstarfi við samfélagslögreglu og Fjörsmiðjuna, hafði það að markmiði að efla félagsleg tengsl, skapa öruggt rými fyrir unglinga og draga úr áhættuhegðun með skemmtilegum viðburðum.

Flotinn stoppaði meðal annars við Gerðaskóla, Stapaskóla og aðra vinsæla samkomustaði, þar sem boðið var upp á leiki, tónlist, ísveislu og ýmislegt fleira. Starfsfólk sveitarfélaganna, Fjörsmiðjunnar og samfélagslögreglan tóku höndum saman við skipulagningu og framkvæmd verkefnisins.

Góð þátttaka og jákvæð viðbrögð

Þátttaka í Flotanum reyndist mjög góð og viðbrögð ungmenna og foreldra jákvæð. Verkefnið sýndi að með samvinnu sveitarfélaga og stofnana er hægt að skapa öflugan vettvang fyrir jákvæð samskipti og forvarnir yfir sumarmánuðina.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Að sögn aðstandenda hefur Flotinn sannað gildi sitt sem nýtt form félagsmiðstöðvavinnu sem gæti orðið hluti af framtíðarfyrirkomulagi forvarna í báðum sveitarfélögum

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25