Stækkun fyrirhuguð við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur heimilað að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Samkvæmt tillögu JeES arkitekta fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins felur stækkunin í sér nýbyggingu á tveimur hæðum með kjallara, alls allt að 4.860 fermetra. Jafnframt er gert ráð fyrir breytingum á lóðamörkum Sunnubrautar 32 og 36.
Tillagan byggir á uppdrætti dags. 7. júlí 2025 og verður nú auglýst samkvæmt skipulagslögum.