Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Fréttir

Tillaga um gervigrasvöll í Sandgerði felld í bæjarráði
Laugardagur 30. ágúst 2025 kl. 06:07

Tillaga um gervigrasvöll í Sandgerði felld í bæjarráði

Á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar á fimmtudag var til umfjöllunar minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála og VSÓ ráðgjöf um hönnun og kostnaðaráætlun vegna gervigrasvallar í sveitarfélaginu.

Fulltrúar B-lista, ásamt Magnúsi S. Magnússyni áheyrnarfulltrúa, lögðu fram tillögu þess efnis að staðsetning vallarins yrði aðalvöllurinn í Sandgerði, í samræmi við fyrri skýrslu Verkís frá árinu 2022 og ítarlega valkostagreiningu sem fylgdi í kjölfarið. Þar hafi komið fram að hagkvæmast væri að ráðast í verkefnið á þessum stað, þar sem innviðir væru þegar til staðar.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Lagt var til að samþykkja Tillögu 2 í gögnum VSÓ ráðgjafar, sem gerir ráð fyrir hönnunarvinnu við völlinn með áætluðum kostnaði upp á 746 milljónir króna, sem er lægri fjárhæð en í Tillögu 1 sem hljóðar upp á 775 milljónir króna. Þá lögðu B-listi og áheyrnarfulltrúi áherslu á að framkvæmdir hæfust strax að loknu keppnistímabili sumarsins, þar sem brýn þörf væri á uppbyggingu vetraraðstöðu fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu.

Bent var á að fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar geri þegar ráð fyrir 300 milljónum króna til verkefnisins á árinu 2025, sem styði að verkið gæti hafist án tafar.

Tillagan var þó felld með atkvæðum S- og O-lista gegn atkvæði B-lista. Í bókun meirihlutans sagði að gögn málsins væru nýtilkomin frá VSÓ og þyrftu frekari skoðunar áður en ákvörðun yrði tekin.

Málið er nú áfram í vinnslu.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25