Elvar Már og Jón Axel svekktir eftir tapið gegn Belgíu
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson voru eðlilega svekktir eftir tap íslenska landsliðsins gegn Belgum í dag. Ísland var yfir þar til lítið var eftir og allt stefndi í fyrsta sigurinn í lokakeppni stórmóts en sárt tap staðreynd.
Davíð Eldur Baldursson frá karfan.is, tók viðtal við Elvar Má og Jón Axel eftir leikinn.