Öruggur sigur ósigraðra Grindvíkinga gegn Val að Hlíðarenda
Öll Suðurnesjaliðin voru að keppa í kvöld þegar 5. umferð Bónusdeildar karla hófst. Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram en þeir fóru á Hlíðarenda og unnu öruggan sigur á Valsmönnum. Keflavík mætti Þór Þorlákshöfn og, og Njarðvíkingar fóru út á Álftnes.
Eftir leikina eru Grindvíkingar enn ósigraðir, hafa unnið fyrstu fimm leiki tímabilsins og líta verulega vel út.
Grindvíkingar voru með fullmannað lið eftir að Deandre Kane sneri til baka og Khalil Shabazz sem þurfti að yfirgefa völlinn í byrjun síðari hálfleiks í síðasta leik, var líka í búningi. Einn nýr leikmaður var í borgaralegum klæðnaði á bekknum, Isiah Coddon hefur skipt úr Njarðvík til Grindavíkur.
Skemmst er frá því að segja að það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda, Grindavík tók strax yfirhöndina og áfram var varnarleikurinn þeirra aðalsmerki. Þegar vörnin smellur koma oft auðveldar körfur hinum megin og eftir að hafa leitt í hálfleik með sextán stigum, 27-43, bættu svartklæddir Grindvíkingar í forskotið í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur eins og áður kom fram,
Jordan Semple var framlagshæstur Grindvíkinga, endaði með 30 punkta (17 stig og 7 fráköst) en hann hefur leikið frábærega á þessu tímabili. Khalil Shabazz var stigahæstur með 24 og Grindavík lék best þegar Daniel Mortensen var inni á vellinum (+- 31). Allir stóðu sig vel og verður að segjast eins og er að Grindvíkingar líta ansi óárennilega út í upphafi þessa tímabils. Varnarleikuirnn hefur verið framúrskarandi og er fróðlegt að velta fyrir sér hverju það sætir.
Valur-Grindavík 55-90 (13-21, 14-22, 15-25, 13-22)
Valur: Callum Reese Lawson 13/5 fráköst, Kristófer Acox 11/10 fráköst, Frank Aron Booker 10/8 fráköst, Kári Jónsson 7, LaDarien Dante Griffin 3, Veigar Örn Svavarsson 3, Ástþór Atli Svalason 3, Karl Kristján Sigurðarson 2, Hjálmar Stefánsson 2, Lazar Nikolic 1/9 fráköst, Orri Már Svavarsson 0, Arnór Bjarki Halldórsson 0.
Grindavík: Khalil Shabazz 24/6 fráköst, Jordan Semple 17/7 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Daniel Mortensen 15/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 10, Arnór Tristan Helgason 10, Deandre Donte Kane 7/5 fráköst/8 stoðsendingar, Unnsteinn Rúnar Kárason 5, Kristófer Breki Gylfason 2, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Ragnar Örn Bragason 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Þór Eyþórsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
Áhorfendur: 198
 
Leikur Keflvíkinga og Þorlákshafnar-Þórsara var kaflaskiptur, gestirnir unnu fyrsta leikhlutann 18-26, Keflavík kvittaði með 28-17 en Þórsarar tóku aftur oddaleikhlutann, 13-21! Aftur bætti Keflavík í í sléttu tölunni og unnu hann 27-18 og leikinn þ.a.l. 86-82.
Keflavík-Þór Þ. 86-82 (18-26, 28-17, 13-21, 27-18)
Keflavík: Darryl Latrell Morsell 26/10 fráköst, Egor Koulechov 19, Craig Edward Moller 15/12 fráköst, Hilmar Pétursson 12/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 6/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 5, Valur Orri Valsson 3, Ólafur Björn Gunnlaugsson 0/4 fráköst, Eyþór Lár Bárðarson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Nikola Orelj 0, Viktor Magni Sigurðsson 0.
Þór Þ.: Rafail Lanaras 19/10 fráköst, Jacoby Ross 16/5 fráköst, Konstantinos Gontikas 15, Lazar Lugic 12/12 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 8, Emil Karel Einarsson 8/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3/4 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 1, Tristan Alexander Szmiedowicz 0, Baldur Böðvar Torfason 0, Arnór Daði Sigurbergsson 0.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem, Sigurður Gíslason
Áhorfendur: 115
Leikur Njarðvíkinga á móti Álftanesi var í járnum í fyrsta leikhlutanum, Njarðvíkingar unnu hann 27-28 en heimamenn rönkuðu við sér í öðrum og unnu hann 27-20. Sami barningur var í síðari hálfleiks, heimamenn náðu þriggja stiga forskoti þegar 1:30 voru eftir, Njarðvík minnkaði muninn og fékk tækifæri til að skora sigurkörfuna en komu ekki skoti á körfuna og Álftanes vann eins stig sigur, 93-92.
Álftanes-Njarðvík 93-92 (27-28, 27-20, 22-20, 17-24)
Álftanes: Haukur Helgi Briem Pálsson 23/5 fráköst/8 stoðsendingar, David Okeke 17, Sigurður Pétursson 12/5 fráköst, Hilmir Arnarson 11, Shawn Dominique Hopkins 11, Ade Taqqiyy Henry Murkey 11/5 fráköst, Dúi Þór Jónsson 8/9 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 0, Duncan Tindur Guðnason 0, Arnór Steinn Leifsson 0, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Almar Orn Bjornsson 0.
Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 28/6 fráköst, Brandon Averette 22/4 fráköst, Julio Calver De Assis Afonso 11/6 fráköst, Mario Matasovic 11/11 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 11/6 fráköst, Dominykas Milka 5, Brynjar Kári Gunnarsson 4, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0, Kristófer Mikael Hearn 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson
Áhorfendur: 172






 
	
			 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				