Dubliner
Dubliner

Fréttir

Loka fyrir heitt vatn á laugardag vegna viðhalds
Loka þarf fyrir heitt vatn í Ytri-Njarðvík, Keflavík og Suðurnesjabæ á laugardaginn. Mynd/HS Veitur
Fimmtudagur 30. október 2025 kl. 17:16

Loka fyrir heitt vatn á laugardag vegna viðhalds

HS Veitur tilkynna að loka þurfi fyrir heitt vatn í Ytri-Njarðvík, Keflavík og Suðurnesjabæ laugardaginn 1. nóvember kl. 18:00 vegna áframhaldandi viðgerða á stofnlögn við Njarðarbraut.

Fyrstu notendur ættu að fá heitt vatn aftur um miðnætti, en áætlað er að allir verði komnir með vatn um kl. 02:00 aðfaranótt sunnudags.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Íbúum er bent á að halda varma í húsum, loka gluggum og hurðum áður en lokunin hefst. HS Veitur fylgja málinu eftir og uppfæra upplýsingar á heimasíðu sinni og samfélagsmiðlum. Gagnvirkt kort er í boði fyrir þá sem vilja staðfesta hvort lokunin nái til þeirra.

Dubliner
Dubliner