Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Lyfja veitir aðgang að sálfræðiþjónustu í Lyfju appinu
Fimmtudagur 30. október 2025 kl. 14:28

Lyfja veitir aðgang að sálfræðiþjónustu í Lyfju appinu

Lyfja býður nú upp á aðstoð sálfræðings í gegnum Lyfju appið. Þjónustan er veitt af sálfræðingum Mín líðan sem hafa frá árinu 2018 sérhæft sig í sálfræðiþjónustu á netinu og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.

Aukið aðgengi á landsbyggðinni

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Að sögn Karenar Óskar Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Lyfju er markmiðið að veita faglega og einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem biðtími er stuttur og þjónustan aðgengileg á forsendum hvers og eins. Að auki sé hægt að framkvæma viðtölin óháð búsetu skjólstæðinga. Í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi árið 2021 kom fram að biðtími eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum hringinn í kringum landið væri allt að sex til sjö mánuðir og af umræðunni að dæma undanfarið hefur ástandið ekki batnað mikið.

„Við hjá Lyfju höfum, líkt og flestir landsmenn, orðið vör við þörfina á auknum stuðningi við andlega heilsu. Við erum stolt af því að bjóða upp á einfalda leið í átt að lausn og gjaldfrjálst stöðumati frá sálfræðingum Mín líðan þar sem viðskiptavinir fá persónulegar, skýrar og hjálplegar upplýsingar út frá sinni stöðu. Oft er erfitt að vita hvert á að leita eða hvernig á að taka fyrstu skrefin og er þjónustan því tilvalinn byrjunarreitur. Einnig er okkur mikilvægt að fólk á landsbyggðinni geti nýtt sér þjónustuna þar sem hentar enda er það markmið okkar hjá Lyfju að mæta okkar viðskiptavinum þar sem þeir eru,“ segir Karen Ósk. Fleiri fá tækifæri til að leita aðstoðar

Tanja Dögg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri og sálfræðingur hjá Mín líðan, segir hlutverk sálfræðistofunnar einna helst vera að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu, ásamt því að bjóða upp á árangursríka sálfræðimeðferð með tilliti til kostnaðar og tíma. Mikilvægt sé að Íslendingar fái meðferðarúrræði og þjónustu í samræmi við nýjustu tækni.

„Með samstarfinu við Lyfju fá nú fleiri tækifæri til að leita sér aðstoðar vegna sálræns vanda á faglegan og öruggan máta. Lyfja hefur lagt ríka áherslu á að búa til lausnir sem geta auðveldlega létt á heilbrigðiskerfinu og þannig lagt sín lóð á vogarskálarnar til að stuðla að betri lýðheilsu landsmanna. Við hjá Mín líðan tengjum vel við þetta markmið og vonum að þau sem til okkar leita, fái skjóta og góða lausn í átt að betri líðan,“ segir Tanja.

Kvíði, streita, þunglyndi og lágt sjálfsmat í forgrunni

Þrjár þjónustuleiðir eru aðgengilegar í Lyfju appinu sem auðveldar aðgengi skjólstæðinga að viðeigandi þjónustu. Í fyrsta lagi geta nú notendur Lyfju appsins tekið frítt stöðumat sem felst í örfáum spurningum með áherslu á helstu áhrifaþætti andlegrar heilsu, svo sem kvíða, streitu, þunglyndi og lágt sjálfsmat. Í kjölfarið er mælt með næstu skrefum og bendi niðurstöður til að tilefni sé til að kafa dýpra, geta skjólstæðingar svarað ítarlegri spurningalista. Í framhaldi af því er hægt að bóka 15 mínútna ráðgjöf með löggildum sálfræðingi hjá Mín líðan sem fer yfir niðurstöðurnar og mælir með næstu skrefum. Þriðja leiðin er svo að bóka hefðbundið 50 mínútna fjarviðtal.

Sálfræðiþjónustan er aðgengileg öllum yfir 18 ára og þarf aðeins aðgang að Lyfju appinu og rafræna innskráningu til að hefja vegferð í átt að betri andlegri líðan, segir í frétt frá Lyfju.

Dubliner
Dubliner