Íþróttir

Öruggt hjá Íslandsmeisturunum
Lavinia Gomes De Silva ekki tekin neinum vettlingatökum þegar hún reynir að brjótast í gegnum vörn gestanna. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 29. september 2022 kl. 10:41

Öruggt hjá Íslandsmeisturunum

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Grindavík þegar leikið var í Ljónagryfjunni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gær. Íslandsmeistararnir hófu titilvörnina í ár með tapi fyrir Keflavík í fyrstu umferð en Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eftir að hafa unnið þrjátíu stiga sigur á Breiðabliki í gær.

Njarðvík - Grindavík 77:61

(22:11, 19:21, 25:9, 11:20)

Njarðvík hóf leikinn af krafti og tók snemma forystu sem Grindvíkingar náðu aldrei að vinna upp. Mesta varð forskotið 27 stig og þær grænklæddu virtust alltaf eiga svar á reiðum höndum þegar Grindvíkingar söxuðu á forskotið. Varnarleikur Njarðvíkinga var heilsteyptur og fyrir vikið leit sóknarleikur gestanna oft ráðleysislega út.

Collier fer af harðfylgi í gegnum vörn Grindavíkur og setur niður körfu.

Aliyah Collier fór sem fyrr fyrir Njarðvíkingum með 23 stig og sextán fráköst. Lavinia Gomes De Silva fylgdi fast á hæla hennar með 21 stig og ellefu fráköst og þá setti Bríet Sif Hinriksdóttir niður fjórtán stig.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Elma Dautovic sýndi flotta takta í fyrsta leik með Grindvíkingum í gær.

Hjá Grindavík var Danielle Rodriguez langatkvæðamest með 23 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar en Hulda Björk Ólafsdóttir skilaði tólf stigum og fjórum fráköstum. Elma Dautovic, nýjasti leikmaður Grindavíkur, átti fínar rispur og lofar góðu fyrir framhaldið en hún gerði tíu stig og var öflug í fráköstunum þar sem hún tók níu stykki.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 23/16 fráköst, Lavinia Joao Gomes De Silva 21/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 7, Raquel De Lima Viegas Laniero 5/5 fráköst/6 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Krista Gló Magnúsdóttir 2, Dzana Crnac 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes 0, Andrea Dögg Einarsdóttir 0.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 23/5 fráköst/7 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 12/4 fráköst, Elma Dautovic 10/9 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 8, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 7/9 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 1, Sigurbjörg Eiríksdóttir 0, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta var á leiknum og má sjá myndasafn neðst á síðunni.

Nánar um leikinn.

Keflavík hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu.

Breiðablik - Keflavík 58:88

(23:20, 12:18, 11:21, 12:29)

Keflvíkingar áttu ekki í milklum vandræðum með Blika í gær þrátt fyrir að Breiðablik hafi leitt eftir fyrsta leikhluta. Keflavík sneri dæminu við í þeim þriðja og stungu af í seinni hálfleik þar sem yfirburðir þeirra voru gríðarlegir.

Birna Valgerður Benónýsdóttir átti frábæran leik og skoraði 23 stig auk þess að taka sjö fráköst. Daniela Wallen var ekki síðri en auk þess að skora 21 stig og taka tíu fráköst stal hún boltanum sjö sinnum.

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 23/7 fráköst, Daniela Wallen Morillo 21/10 fráköst/7 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 13, Karina Denislavova Konstantinova 13/6 fráköst, Agnes María Svansdóttir 8/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 2/4 fráköst, Anna Þrúður Auðunsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Anna Lára Vignisdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Brynja Hólm Gísladóttir 0.

Nánar um leikinn

Njarðvík - Grindavík (77:61) | Subway-deild kvenna 28. september 2022