Íþróttir

Njarðvískir markmenn í sviðsljósinu
Mánudagur 21. október 2019 kl. 10:03

Njarðvískir markmenn í sviðsljósinu

Þrír uppaldir markmenn í Njarðvík hafa verið að gera það gott með landsliðum Íslands. Sá yngsti, Pálmi Rafn Arinbjörnson, hefur gert samning við enska úrvalsdeildarliðið Wolves en hann verður sextán ára í lok mánaðarins. Hann lék með 16 ára landsliði Íslands fyrr á árinu en hefur nú verið kallaður í U17 hópinn.

Pálmi sagðist ekki geta tjáð sig um málefni hans og úrvalsdeildarliðsins Wolves en sagði að þetta væri mjög spennandi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hinir markverðirnir eru Ingvar Jónsson, atvinnumaður, og Brynjar Atli Bragason. Ingvar var kallaður í landsliðshóp Íslands gegn Frakklandi og Andorra og Brynjar Atli Bragason, markvörður Inkasso-liðs Njarðvíkur í sumar, var kallaður í U21 landsliðshópinn.

Víkurfréttir heyrðu í Sævari Júlíussyni, markmannsþjálfara á Suðurnesjum til margra ára, og hann var auðvitað stoltur að heyra þessa staðreynd en hann hefur komið að þjálfun allra þessara markmanna.

Á neðri myndinni er hann með Ingvari og Sindra Ólafssyni, Keflavíkurmarkverði en allir þessir markmenn hafa verið í þjálfun hjá  Sævari.