Íþróttir

Njarðvíkingar lögðu Íslandsmeistarana í Þorlákshöfn
Hér er Basile, sem var besti maður vallarins í kvöld, í fyrri leik liðanna sem Njarðvík vann einnig örugglega.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 8. janúar 2022 kl. 00:59

Njarðvíkingar lögðu Íslandsmeistarana í Þorlákshöfn

Njarðvíkingar eru komnir í annað sæti Subway-deildar karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Íslandsmeisturunum á útivelli. Þetta er í annað sinn sem liðin mætast í deildinni í vetur og í bæði skiptin hefur Njarðvik haft betur, liðin eru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti en Njarðvík er ofar á töflunni vegna innbyrðis viðureigna. 

Þór Þorlákshöfn - Njarðvík 92:109

(22:25, 25:24, 21:28, 24:32)

Fyrri hálfleikur var jafn en Njarðvíkingar tóku forystu í fyrsta leikhluta (22:25) og héldu henni í hálfleik (47:49).

Í seinni hálfleik léku Njarðvíkingar frábærlega og gerðu út um leikinn, Íslandsmeistararnir áttu engin svör við góðum sóknarleik þeirra grænklæddu sem skoruðu 60 stig í seinni hálfleik.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Dedrick Basile lét vel finna fyrir sér í kvöld og var með 24 stig, átta fráköst og níu stoðsendingar, 38 framlagspunktar hjá honum. Nicolas Richotti gerði 28 stig og Fotios Lampropoulos var með sautján stig og þrettán fráköst.

Bæði Richotti og Lampropoulos voru góðir í kvöld – eins og reyndar Njarðvíkurliðið allt.

Frammistaða Njarðvíkinga: Nicolas Richotti 28, Dedrick Deon Basile 24/8 fráköst/9 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 17/13 fráköst, Mario Matasovic 16/7 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 10, Logi Gunnarsson 7, Veigar Páll  Alexandersson 4, Maciek Stanislav Baginski 3, Elías Bjarki Pálsson 0, Jan Baginski 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0.

Tölfræði leiks.

Tengdar fréttir