RNB þrettándinn
RNB þrettándinn

Fréttir

Tvöföldun Reykjanesbrautar  um Reykjanesbæ verði flýtt
Fimmtudagur 1. janúar 2026 kl. 10:49

Tvöföldun Reykjanesbrautar um Reykjanesbæ verði flýtt

Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar lýsa óánægju með ákvörðun samgönguráðherra um að seinka tvöföldun Reykjanesbrautar á kaflanum frá Rósaselstorgi til Fitja og krefjast þess að framkvæmdinni verði flýtt, ekki frestað. Þetta kemur fram í bókun allra bæjarfulltrúa sem Guðbergur Reynisson lagði fram á fundi bæjarstjórnar 16. desember 2025.

Í bókuninni óska bæjarfulltrúar íbúum og Suðurnesjamönnum til hamingju með opnun tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni til Rauðhellu en leggja áherslu á að það sé óboðlegt að einn fjölfarnasti vegkafli landsins sé enn einfaldur um Reykjanesbæ. Bent er á að um Reykjanesbrautina aki að meðaltali 22 til 25 þúsund bílar á sólarhring og að umferð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að tvöföldun við Fitjar fari nú um einfaldan vegkafla í gegnum bæinn.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Bæjarfulltrúar ítreka bókun sína frá 2. september þar sem hvatt var til þess að ríkisstjórn, alþingismenn, samgönguráð og samgöngunefnd flýti tvöfölduninni, enda sé ólíðandi að bíða þurfi í allt að 10 ár, eða jafnvel lengur, eftir að 40 kílómetra kafli sem ber yfir 25 þúsund bíla á dag verði tvöfaldaður. Lagt er til að kaflanum Rósaselstorg–Fitjar verði flýtt um tvö ár fremur en að honum sé ýtt aftar í samgönguáætlun.

RNB þrettándinn
RNB þrettándinn