Reykjanesvegur 10 jólahús Reykjanesbæjar
– Dubliner hlýtur nafnbótina jólafyrirtæki
Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar hefur útnefnt jólahús og jólafyrirtæki bæjarins árið 2025. Á fundi ráðsins 19. desember kom fram að valið hafi verið byggt á tilnefningum frá íbúum sem bárust í jólaleik á aðventunni.
Ráðið hrósar íbúum fyrir metnað í jólaskreytingum sem setji svip á bæinn og gleðji unga sem aldna í skammdeginu og þakkar jafnframt öllum sem sendu inn tilnefningar. Úr mörgum glæsilegum kostum var Reykjanesvegur 10 valið jólahús Reykjanesbæjar 2025 og Dubliner útnefnt jólafyrirtæki Reykjanesbæjar 2025.
Eigendur jólahússins og jólafyrirtækisins hljóta verðlaun frá Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ, sem afhent verða á Þorláksmessu. Menningar- og þjónusturáð óskar vinningshöfum til hamingju og færir Húsasmiðjunni þakkir fyrir framlag sitt til að lýsa upp bæinn á aðventunni.







