Heklan
Heklan

Fréttir

Suðurnesjafólk ársins 2025?
Mánudagur 29. desember 2025 kl. 17:04

Suðurnesjafólk ársins 2025?

Það er komið að því að finna Suðurnesjafólk ársins 2025. Víkurfréttir leita til lesenda eftir ábendingum um mann ársins á Suðurnesjum. Maður ársins getur verið karl eða kona sem hefur skarað fram úr eða látið gott af sér leiða. Maður ársins getur einnig verið félagsskapur eða einstaklingar, fleiri en einn, sem eiga skilið nafnbótina fyrir eitthvað sem skipt hefur máli fyrir Suðurnes á árinu sem er að líða.

Senda má ábendingar á póstfangið [email protected], merkt „Suðurnesjafólk ársins 2025“.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Við ætlum að gefa okkur nokkra daga inn í nýtt ár til að skoða valið vel og vandlega. Við tilkynnum svo ákvörðun Víkurfrétta í 1. tölublaði nýs árs, sem kemur út 14. janúar 2026.