Dulúð í þokunni
Það hefur verið þykk þoka í Reykjanesbæ í allan dag en núna síðustu mínútur hefur aðeins rofað til og létt á þokunni. Ljósmyndari vf.is smellti af nokkrum myndum með útsýni yfir Reykjanesbæ. Þarna má einnig sjá hvernig Vogastapinn er baðaður í þoku og hvernig hitinn frá hrauninu úr eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni myndar bólstra. Þá má sjá Þorbjörn þeirra Grindvíkinga stinga sér upp úr þokunni og gufuna frá Svartsengi stíga til himins.







