Fréttir

Dagbjörg safnaði 300 þúsund krónum til nýsmíðaverkefnis Björgunarbátasjóðs Suðurnesja
Sigurlaug Erla, formaður Dagbjargar, afhendir Tómasi Loga, formanni Björgunarbátasjóðs Suðurnesja, og Siggeiri Pálssyni skipstjóra gjöfina.
Mánudagur 29. desember 2025 kl. 11:58

Dagbjörg safnaði 300 þúsund krónum til nýsmíðaverkefnis Björgunarbátasjóðs Suðurnesja

Björgunarbátasjóður Suðurnesja tók nýverið við rausnarlegri peningagjöf frá Slysavarnadeildinni Dagbjörgu, sem stóð fyrir jólabakstri fyrir jólin og seldi til styrktar nýsmíðaverkefni sjóðsins.

Að sögn forsvarsmanna söfnuðust 208.500 krónur í söfnuninni, en Dagbjörg ákvað jafnframt að bæta við framlagið þannig að heildargjöfin nam 300.000 krónum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Við afhendinguna tóku Tómas Logi, formaður Björgunarbátasjóðs Suðurnesja, og Siggeir Pálsson, skipstjóri, við gjöfinni úr hendi Sigurlaugar Ernu, formanns Dagbjargar.

Björgunarbátasjóður Suðurnesja færir Slysavarnadeildinni Dagbjörgu kærar þakkir fyrir stuðninginn við verkefnið.