Fréttir

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni
Frá síðasta gosi á Sundhnúkagígaröðinni. VF/Ísak Atli Finnbogason
Mánudagur 29. desember 2025 kl. 09:29

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram að vera hæg en stöðug, að því er fram kemur í uppfærðri stöðuskýrslu Veðurstofu Íslands frá því á Þorláksmessu. Á meðan kvika safnast áfram í kerfið þarf að reikna með nýju kvikuhlaupi og eldgosi, en Veðurstofan bendir á að óvissa um tímasetningu næsta atburðar sé meiri þegar kvikusöfnun er hæg.

Samkvæmt líkanreikningum hefur það rúmmál kviku sem þarf til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi aukist frá mars 2024. Magn kviku sem hefur safnast undir Svartsengi milli eldgosa frá þeim tíma hefur verið á bilinu 17–23 milljónir rúmmetra. Frá síðasta eldgosi í júlí hafa nú bæst við rúmlega 18 milljónir rúmmetra í kvikusöfnunarsvæðið.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Veðurstofan segir jafnframt að jarðskjálftavirkni hafi verið lítil síðustu vikur.

Hættumat Veðurstofunnar er óbreytt og gildir áfram til 6. janúar 2026, nema breytingar verði á virkninni. Stofnunin segist fylgjast náið með þróun mála og uppfæra matið ef þörf krefur.

Hættumat er óbreytt til 6. janúar 2026.