Heklan
Heklan

Fréttir

Geta gengið eins lengi og þörf er á
Frá uppsetningu kyndistöðvar á Fitjum.
Mánudagur 29. desember 2025 kl. 09:35

Geta gengið eins lengi og þörf er á

Uppsetningu neyðarkyndistöðva við Fitjar og Rockville lokið

Fyrr í desember var lokið við að setja upp neyðarkyndistöðvar á Fitjum við Reykjanesbæ. Áður hafði sambærilegum búnaði verið komið upp við Rockville. Kyndistöðvarnar eiga að koma í veg fyrir rof á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eins og gerðist þegar þegar hraunstraumur frá Sundhnúksgígum tók sundur lagnir við Svartsengi í febrúar 2024 og íbúar voru heitavatnslausir í fjóra kalda sólarhringa.

Starfsmenn frá hinu rúmlega aldargamla véltæknifyrirtæki Héðni voru að stöfum við að setja búnaðinn upp við Fitjar fyrr í mánuðinum. Héðinn smíðaði fjögur sett af varmastöðvum sem hafa verið settar upp við Rockville og nú við Fitjar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

„Hér við Fitjar eru þetta fjórir stórir olíakatlar sem eru samtengdir við tvær neyðarvarmastöðvar. Stöðvarnar ganga fyrir dísilolíu og því hægt að láta þær ganga eins lengi og þörf er á,“ segir Sigurjón Uggi Ívarsson, vélstjóri hjá Héðni og verkstjóri verksins við Fitjar.

Neyðarstöðvarnar munu sjá til þess að hægt er að halda veitukerfum frostfríum, draga úr líkum á frostskemmdum fasteigna á svæðinu og auðvelda íbúum að ná upp innihita með rafmagnskyndingu ef meginlagnir fara aftur í sundur eins og gerðist í febrúar 2024.

Kyndistöðvarnar eru samstarfsverkefni stjórnvalda, HS Orku og HS Veitna. Þær eru hreyfanlegar og því ekkert til fyrirstöðu að taka þær niður og setja þær upp annars staðar á landinu ef þörf krefur.