Bus4u Iceland tekur við leið 55, 87 og 89 um áramót
Bus4u Iceland mun frá og með 2. janúar 2026 hefja nýtt verkefni í almenningssamgöngum í samstarfi við Vegagerðina.
Verkefnið felur í sér akstur á eftirfarandi leiðum:
Leið 55: Reykjavík – Reykjanesbær – Keflavíkurflugvöllur
Leið 87: Vogar – Reykjanesbær
Leið 89: Suðurnesjabær – Reykjanesbær, þar sem valdar ferðir munu stoppa við Keflavíkurflugvöll
Markmið verkefnisins er að tryggja áreiðanlegar, faglegar og öruggar samgöngulausnir á þessum leiðum.
„Verkefnið markar mikilvægan áfanga í áframhaldandi þátttöku Bus4u Iceland í almenningssamgöngum og endurspeglar skuldbindingu fyrirtækisins um að veita áreiðanlegar, faglegar og öruggar samgöngulausnir.
Bus4u Iceland þakkar Vegagerðinni fyrir það traust sem fyrirtækinu er sýnt og hlakkar til farsæls samstarfs,“ segir í tilkynningu um breytingarnar á samfélagsmiðlum Bus4u.






