Fréttir

Kom til að sækja sjónvarp en fékk bíl
Laugardagur 27. desember 2025 kl. 21:30

Kom til að sækja sjónvarp en fékk bíl

Jhon Marl Moreno Luna, starfsmaður á SOHO í Keflavík, vann stærsta vinninginn í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur þetta árið. Dregið var í happdrættinu á Þorláksmessu og Kia Picanto kom á miða númer 2869.

Jhon Marl Moreno Luna fékk hringingu á Þorláksmessukvöldi frá Lionsmönnum og taldi sig vera að koma að sækja sjónvarpstæki í Ljónagryfjuna í Njarðvík þar sem Lionsmenn biðu eftir honum með nýjan bíl. Hann var að vonum ánægður með stóra vinninginn sem hafði komið á miða sem vinnufélagi hans hjá SOHO hafði selt honum á aðventunni.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Vinningaskrá:
1. Vinningur (Kia Picanto), miði nr. 2869
2. Vinningur (iPhone Air), miði nr. 351
3. Vinningur (65" Samsung 4K sjónvarp), miði nr 1258
4. Vinningur (55" Samsung 4K sjónvarp), miði nr. 769
5. Vinningur (iPad Air), miði nr. 1651
6. Vinningur (Nettó inneign, 100 þús), miði nr 6
7. Vinningur (Nettó inneign, 50 þús), miði nr 2136
8. Vinningur (Nettó inneign, 50 þús), miði nr 2590
9. Vinningur (Nettó inneign, 50 þús), miði nr. 947
10. Vinningur (Nettó inneign, 50 þús), miði nr. 1617

Vinningshafar mega hafa samband við Guðmund Þóri Ingólfsson eftir 26. desember í síma 660 3691

(Vinningsnúmer birt án ábyrgðar).