SI fjölskyldan styrkir velferðarsjóð og Útskálakirkju
SI-fjölskyldan í Garði styrkti Velferðarsjóð Suðurnesja um 400 þúsund krónur til minningar um Sigga (f. 4. október 1970 – d. 22. desember 1985), son Kristínar Erlu Guðmundsdóttur og Sigurðar Ingvarssonar.
Árlegt leiðisljósagjald í Útskálakirkjugarði rennur ávallt í gott málefni en SI Raf sér um að tengja ljósakrossa í kirkjugarðinum ár hvert.
Þá hafi SI-fjölskyldan fært Útskálakirkju 40 klappstóla að gjöf nú í upphafi aðventu.




