Heklan
Heklan

Fréttir

Biðlisti eftir sálfræðiaðstoð styttist í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 31. desember 2025 kl. 10:00

Biðlisti eftir sálfræðiaðstoð styttist í Reykjanesbæ

– börnum á biðlista fækkað um þriðjung

Átaksverkefni menntasviðs Reykjanesbæjar til að stytta bið barna eftir þjónustu sálfræðinga hjá skólaþjónustu hefur skilað mælanlegum árangri. Þetta kom fram á fundi menntaráðs 12. desember, þegar Einar Trausti Einarsson forstöðusálfræðingur kynnti framgang verkefnisins sem unnið hefur verið að síðastliðið ár.

Á 12 mánaða tímabili hefur börnum sem bíða eftir aðkomu sálfræðinga fækkað um þriðjung og biðtími styst um fjórðung. Menntaráð fagnar árangrinum og segir markvissar aðgerðir, breytt verklag og aukin áhersla á snemmbæran stuðning hafa skilað bættri þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Ráðið þakkar starfsfólki skólaþjónustunnar fyrir faglegt starf og leggur áherslu á að haldið verði áfram á sömu braut til að tryggja varanlegar umbætur í þjónustunni.