Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Max Montana rekinn
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 13:30

Max Montana rekinn

Max Montana, framherji toppliðs Keflavíkur í körfuknattleik, hefur verið látinn fara frá liðinu eftir brot á agareglum félagsins. Montana staldraði stutt við í Bítlabænum en hann kom til Keflavíkur í byrjun febrúar og lék sex leiki fyrir félagið.

Ekki er nánar farið út í hverju agabrot hans eru fólgin í eftirfarandi tilkynningu sem körfuknattleiksdeild Keflavíkur sendi frá sér á heimasíðu félagsins:

„Max Montana látinn fara frá Keflavík

Á fundi stjórnar Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í gærkvöldi var tekin sú ákvörðun að segja upp samningi við leikmann liðsins Max Montana. Ástæða uppsagnar á samningnum var brot leikmannsins á agareglum félagsins. Það er því ljóst að leikmaðurinn mun ekki spila meira fyrir lið Keflavíkur á þessu keppnistímabili.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur“