Blik í auga
Blik í auga

Íþróttir

Markalaust hjá Keflavík og Þór fyrir norðan
Keflvíkingar sóttu bara eitt stig til Akureyrar um helgina. Mynd úr safni.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 24. júní 2019 kl. 09:28

Markalaust hjá Keflavík og Þór fyrir norðan

Keflavík og Þór skildu jöfn í markalausum leik norður á Akureyri um helgina í viðureign liðanna í 8. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla, Inkasso-deildinni.

Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 14. stig en Þór og Fjölmir eru á toppnum með 16 stig.

Í kvöld eigast við Njarðvík og Haukar á Rafholtsvellinum í Njarðvík. Á fimmtudag fá svo Keflvíkingar Leikni R: í heimsókn á Nettóvöllinn í Keflavík.